Fiskeldi
Eldi (4)
-
Fiskeldi á Íslandi
Í þúsundum tonna
<p><span>Á myndinni má sjá framleiðslu í fiskeldi á ári hverju á þessari öld. Árlega hefur í kringum 50 þúsund tonnum af eldisfiski verið slátrað undanfarin ár. Langstærsta tegundin þegar kemur að framleiðslu á eldisfiski er lax. Þar á eftir kemur bleikja, svo regnbogasilungur og Senegalflúra. Í dag er ekki eldi á öðrum tegundum. Á árinu 2022 bættist við ný tegund, Gullinrafi, en engin framleiðsla var á honum árið 2023 og óvíst er með framhald á eldi þeirrar tegundar. Árið 2023 var fjórða árið í röð frá árinu 1992 sem ekkert eldi var á þorski, en það var nokkuð fyrirferðarmikið á árunum 2005 til 2012. </span></p>Á myndinni má sjá framleiðslu í fiskeldi á ári hverju á þessari öld. Árlega hefur í kringum 50 þúsund tonnum af eldisfiski verið slátrað undanfarin ár. Langstærsta tegundin þegar kemur að framleiðslu á eldisfiski er lax. Þar á eftir kemur bleikja, svo regnbogasilungur og Senegalflúra. Í dag er ekki eldi á öðrum tegundum. Á árinu 2022 bættist við ný tegund, Gullinrafi, en engin framleiðsla var á honum árið 2023 og óvíst er með framhald á eldi þeirrar tegundar. Árið 2023 var fjórða árið í röð frá árinu 1992 sem ekkert eldi var á þorski, en það var nokkuð fyrirferðarmikið á árunum 2005 til 2012.
-
Eldi eftir umdæmum
Í þúsundum tonna
<p><span>Umfang fiskeldis er mjög mismunandi eftir landshlutum. Mest er það á Vestfjörðum þar sem framleidd voru 28,3 þúsund tonn árið 2024. Næst mest er eldið á Austfjörðum, en þar voru framleidd um 17,8 þúsund tonn á árinu 2024. Þriðja stærsta svæðið er Reykjanes þar sem rúmlega 5,2 þúsund tonn af eldifiski voru framleidd á árinu 2023. Á Reykjanesi ræður bleikjan ríkjum en lax er langstærsti hluti fiskeldis á Vestfjörðum og Austfjörðum. Rétt er að hafa í huga að umfang fiskeldis byggist ekki eingöngu á fjölda tonna sem framleidd eru á hverjum stað. Bleikja og lax eru að sjálfsögðu misstórir fiskar, framleiðsluferli er mismunandi og Suðurland er langstærst í klaki og seiðaræktun fyrir aðrar eldisstöðvar. Þar að auki er kynbótastöð fyrir bleikju á Norðurlandi vestra og eystra, sem sér öllum öðrum bleikjustöðvum fyrir hrognum.</span></p>Umfang fiskeldis er mjög mismunandi eftir landshlutum. Mest er það á Vestfjörðum þar sem framleidd voru 28,3 þúsund tonn árið 2024. Næst mest er eldið á Austfjörðum, en þar voru framleidd um 17,8 þúsund tonn á árinu 2024. Þriðja stærsta svæðið er Reykjanes þar sem rúmlega 5,2 þúsund tonn af eldifiski voru framleidd á árinu 2023. Á Reykjanesi ræður bleikjan ríkjum en lax er langstærsti hluti fiskeldis á Vestfjörðum og Austfjörðum. Rétt er að hafa í huga að umfang fiskeldis byggist ekki eingöngu á fjölda tonna sem framleidd eru á hverjum stað. Bleikja og lax eru að sjálfsögðu misstórir fiskar, framleiðsluferli er mismunandi og Suðurland er langstærst í klaki og seiðaræktun fyrir aðrar eldisstöðvar. Þar að auki er kynbótastöð fyrir bleikju á Norðurlandi vestra og eystra, sem sér öllum öðrum bleikjustöðvum fyrir hrognum.
-
Laxeldi á landi og í sjó
Í þúsundum tonna
<p><span>Aukningin sem orðið hefur á laxeldi má að langstærstum hluta rekja til laxeldis í sjó. Framleiðsla úr sjókvíum voru tæp 46 þúsund tonn á árinu 2024. Nokkur stígandi hefur verið í eldi á laxi á landi en það er þó margfalt minna en eldi í sjó. Á árinu 2024 komu 3,6 þúsund tonn af laxi úr landeldi. Ef litið er til heimsins alls, þá er eldi á laxi á landi hlutfallslega mikið hér á landi en hafa verður í huga að 99% af laxeldi í heiminum er í sjó.</span></p>Aukningin sem orðið hefur á laxeldi má að langstærstum hluta rekja til laxeldis í sjó. Framleiðsla úr sjókvíum voru tæp 46 þúsund tonn á árinu 2024. Nokkur stígandi hefur verið í eldi á laxi á landi en það er þó margfalt minna en eldi í sjó. Á árinu 2024 komu 3,6 þúsund tonn af laxi úr landeldi. Ef litið er til heimsins alls, þá er eldi á laxi á landi hlutfallslega mikið hér á landi en hafa verður í huga að 99% af laxeldi í heiminum er í sjó.
-
Fjöldi laxaseiða í sjókvíum og lax til slátrunar 2 árum síðar
Fjöldi laxaseiða í stykkjum og lax í tonnum
<p><span style="color: rgba(0, 0, 0, 1); background: rgba(255, 255, 255, 1)">Mikil endurnýjun og uppbygging hefur orðið á seiðastöðvum á undanförnum árum sem skilar sér í stöðugt fleiri seiðum til áframeldis. Myndin hér að ofan sýnir heildarfjölda laxaseiða sem fóru til áframeldis í sjókví og magn þess sem slátrað var tveimur árum síðar. Fjöldi útsettra laxaseiða hefur verið í kringum 13-14 milljónir síðustu ár. Miðað við þann fjölda hefur Matvælastofnun áætlað að magn lax upp úr sjó verði um 50 þúsund tonn árin 2025 og 2026.</span></p>Mikil endurnýjun og uppbygging hefur orðið á seiðastöðvum á undanförnum árum sem skilar sér í stöðugt fleiri seiðum til áframeldis. Myndin hér að ofan sýnir heildarfjölda laxaseiða sem fóru til áframeldis í sjókví og magn þess sem slátrað var tveimur árum síðar. Fjöldi útsettra laxaseiða hefur verið í kringum 13-14 milljónir síðustu ár. Miðað við þann fjölda hefur Matvælastofnun áætlað að magn lax upp úr sjó verði um 50 þúsund tonn árin 2025 og 2026.
Útflutningur fiskeldi (3)
-
Útflutningsverðmæti eldisafurða
Í milljörðum króna á föstu gengi ársins 2024
<p><span>Yfir 90% af framleiðslu fiskeldisfyrirtækja er flutt út. Því hefur útflutningur á eldisafurðum aukist verulega undanfarinn áratug samhliða auknu eldi. Þennan mikla vöxt má að langstærstum hluta rekja til laxeldis með tilheyrandi áhrifum á útflutning. Á undanförnum árum hefur hlutdeild eldislax í útflutningsverðmæti eldisafurða verið hátt í 80% að jafnaði. Hér er vísað til hefðbundinnar framleiðslu á eldislaxi, en ekki frjóvgaðra laxahrogna sem eru tilgreind sérstaklega á myndinni. Frjóvguð hrogn eru verðmæt hátækniframleiðsla og hafa að jafnaði vegið um 4-7% af útflutningsverðmæti eldisafurða undanfarin ár. Útflutningsverðmæti silungs, sem er að langstærstum hluta bleikja en einhver hluti er regnbogasilungur, hefur svo verið í kringum 10% af útflutningsverðmæti eldisafurða undanfarin ár. Útflutningsverðmæti annarra eldisafurða, þar sem Senegalflúra vegur mest, hefur svo verið um 3% af útflutningsverðmæti eldisafurða. </span></p>Yfir 90% af framleiðslu fiskeldisfyrirtækja er flutt út. Því hefur útflutningur á eldisafurðum aukist verulega undanfarinn áratug samhliða auknu eldi. Þennan mikla vöxt má að langstærstum hluta rekja til laxeldis með tilheyrandi áhrifum á útflutning. Á undanförnum árum hefur hlutdeild eldislax í útflutningsverðmæti eldisafurða verið hátt í 80% að jafnaði. Hér er vísað til hefðbundinnar framleiðslu á eldislaxi, en ekki frjóvgaðra laxahrogna sem eru tilgreind sérstaklega á myndinni. Frjóvguð hrogn eru verðmæt hátækniframleiðsla og hafa að jafnaði vegið um 4-7% af útflutningsverðmæti eldisafurða undanfarin ár. Útflutningsverðmæti silungs, sem er að langstærstum hluta bleikja en einhver hluti er regnbogasilungur, hefur svo verið í kringum 10% af útflutningsverðmæti eldisafurða undanfarin ár. Útflutningsverðmæti annarra eldisafurða, þar sem Senegalflúra vegur mest, hefur svo verið um 3% af útflutningsverðmæti eldisafurða.
-
Útflutningur eldisafurða
Í þúsundum tonna
<p><span>Útflutningur á eldisafurðum hefur aukist verulega undanfarinn áratug í takti við aukið eldi. Sú aukning hefur verið drifin áfram af laxeldi, sér í lagi í sjó. Langstærsti hluti útfluttra eldisafurða er lax, en hann hefur að jafnaði vegið um 85-90% af útfluttu magni eldisafurða undanfarin ár. Frjóvguð hrogn, sem hafa vegið 4-7% af útflutningsverðmæti eldisafurða undanfarin ár, eru varla sjáanleg þegar litið er á útflutning að magni til. Þau er verðmæti hátækniframleiðsla og vega einungis um 0,1% af útflutningi eldisafurða í tonnum talið. Útflutningur á silungi, sem er að langstærstum hluta bleikja þó eitthvað sé um regnbogasilung, hefur svo að jafnaði vegið í kringum 10-12% af útflutningi eldisafurða að magni til. Útflutningur annarra eldisafurða, sem er að stærstum hluta Senegalflúra, hefur svo vegið um 3% í útflutningi eldisafurða. </span></p> <hr> <p> </p> <p>Heimild: Hagstofa Íslands</p>Útflutningur á eldisafurðum hefur aukist verulega undanfarinn áratug í takti við aukið eldi. Sú aukning hefur verið drifin áfram af laxeldi, sér í lagi í sjó. Langstærsti hluti útfluttra eldisafurða er lax, en hann hefur að jafnaði vegið um 85-90% af útfluttu magni eldisafurða undanfarin ár. Frjóvguð hrogn, sem hafa vegið 4-7% af útflutningsverðmæti eldisafurða undanfarin ár, eru varla sjáanleg þegar litið er á útflutning að magni til. Þau er verðmæti hátækniframleiðsla og vega einungis um 0,1% af útflutningi eldisafurða í tonnum talið. Útflutningur á silungi, sem er að langstærstum hluta bleikja þó eitthvað sé um regnbogasilung, hefur svo að jafnaði vegið í kringum 10-12% af útflutningi eldisafurða að magni til. Útflutningur annarra eldisafurða, sem er að stærstum hluta Senegalflúra, hefur svo vegið um 3% í útflutningi eldisafurða.
Heimild: Hagstofa Íslands
-
Stærstu viðskiptalönd með eldisafurðir undanfarin 5 ár
Í milljónum króna á föstu gengi ársins 2024
<p><span>Á myndinni má sjá 10 stærstu viðskiptalönd fyrir íslenskar eldisafurðir undanfarin 5 ár og að endingu eru öll önnur lönd sett saman í einn flokk (ÖN). Röðun landa á myndinni fer eftir útflutningsverðmæti eldisafurða í heild árin 2019-2023. Holland og Bandaríkin vega þyngst. Í Hollandi eru afksastamiklar laxavinnslur en það er þó ekki alltaf endastöð, því einnig er algengt að eldisafurðum sé umskipað þar og þær fluttar til annarra landa. Danmörk og Pólland raða sér í næstu sæti. Þar er einnig áframvinnsla og umskipun, en í Póllandi eru stærstu laxavinnslur í Evrópu.</span></p>Á myndinni má sjá 10 stærstu viðskiptalönd fyrir íslenskar eldisafurðir undanfarin 5 ár og að endingu eru öll önnur lönd sett saman í einn flokk (ÖN). Röðun landa á myndinni fer eftir útflutningsverðmæti eldisafurða í heild árin 2019-2023. Holland og Bandaríkin vega þyngst. Í Hollandi eru afksastamiklar laxavinnslur en það er þó ekki alltaf endastöð, því einnig er algengt að eldisafurðum sé umskipað þar og þær fluttar til annarra landa. Danmörk og Pólland raða sér í næstu sæti. Þar er einnig áframvinnsla og umskipun, en í Póllandi eru stærstu laxavinnslur í Evrópu.