SFS logo
Image Title

Góður gangur í júní

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rétt rúmlega 29 milljörðum króna í júní samkvæmt fyrstu bráðabirgðartölum Hagstofunnar. Það er um 8% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12% í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar.
Image Title

Útflutningsverðmæti aldrei verið meira

Útflutningsverðmæti eldisafurða er komið í tæpa 23 milljarða króna á fyrstu 6 mánuðum ársins. Það hefur aldrei verið meira á fyrri helmingi árs. Í krónum talið er aukningin um 21% frá fyrra ári. Vegna styrkingar á gengi krónunnar er aukningin í erlendri mynt nokkuð meiri, rúmlega 26%. Þetta má lesa úr bráðabirgðatölum Hagstofunnar um vöruskipti í júní sem birtar voru í fyrri viku. Þar sem þetta eru bráðabirgðatölur liggur sundurliðun á útflutningsverðmæti einstakra afurða á fyrstu sex mánuðum ársins ekki fyrir.
Image Title

Aukin umsvif – fleiri störf…

Samhliða auknum umsvifum í fiskeldi hér á landi á undanförnum árum hefur starfsmönnum fjölgað mikið. Að jafnaði störfuðu 620 manns beint við fiskeldi á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en 540 á sama tímabili í fyrra. Það er fjölgun um 15%. Það þarf vart að tilgreina að aldrei fleiri hafa starfað við fiskeldi hér á landi og útflutningur á eldisafurðum hefur stóraukist. Að sama skapi hafa atvinnutekjur í fiskeldi aldrei verið hærri en um þessar mundir.