Undanfarin misseri hefur borið á umræðu um eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja og hve mikið það hafi vaxið á ákveðnu tímabili. Markmið umfjöllunarinnar virðist oft og tíðum helst vera það að sýna fram á að forsendur séu til hækkunar á veiðigjaldi. Upphafsárið í umfjöllun af þessu tagi er yfirleitt 2008 eða 2009. Það er forvitnileg nálgun, enda tæplega hægt að tala um eðlilegt árferði á þessum árum í kringum efnahagshrunið. Árið 2008 var eigið fé atvinnugreinarinnar, á föstu verðlagi ársins 2018, neikvætt um tæpa 87 milljarða króna