SFS logo
Útflutningur á sjávarafurðum hefur dregist verulega saman það sem af er ári, borið saman við sama tímabil í fyrra. Samdráttinn má rekja til loðnubrests, annað árið í röð, brælu í upphafi árs og svo síðast en ekki síst COVID-19 sem hefur valdið miklum erfiðleikum í sjávarútvegi. Þetta rímar ágætlega við nýlega spá Seðlabankans sem gerir ráð fyrir að útflutningur á sjávarafurðum dragist saman um 12% frá fyrra ári.