SFS logo
Image Title

Veiðigjald: Hátt í þriðjungs aukning

Alls greiddu sjávarútvegsfyrirtæki um 920 milljónir króna í veiðigjald í október samkvæmt tölum sem Fiskistofa birti í gær. Fjárhæð veiðigjaldsins er þar með komin í rétt rúma 8,8 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins, en í þeirri fjárhæð er búið að draga frá þann afslátt sem veittur er af veiðigjaldinu. Um er að ræða hátt í þriðjungi hærri fjárhæð en fyrirtækin höfðu greitt í veiðigjald á sama tímabili í fyrra, en þá var heildarfjárhæð veiðigjaldsins komin í tæpa 6,7 milljarða króna.