SFS logo
Image Title

Greiðslur veiðigjalds þrefaldast milli ára

Alls greiddu útgerðir um 1.852 milljónir króna í veiðigjald vegna veiða í mars. Vafalaust hafa tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi aldrei verið meiri í einum mánuði. Þetta er þreföld sú fjárhæð sem útgerðir greiddu fyrir veiðar í mars í fyrra, en þá nam heildarfjárhæð veiðigjaldsins 617 milljónum króna. Það kemur eflaust fáum á óvart að af einstaka fisktegundum munar mest um veiðigjald af loðnu í mars, enda unnu stjórnendur og starfsmenn uppsjávarfyrirtækja myrkranna á milli í mánuðinum við að ná loðnukvótanum. Það tókst og lönduðu uppsjávarskipin samanlagt 215 þúsund tonnum af loðnu í mars.