SFS logo
Það er gömul saga og ný að þorskur í hafinu við Ísland er verðmætasta fisktegundin sem Íslendingar veiða, vinna og selja. Hann ber í raun höfuð og herðar yfir aðrar tegundir. Nokkuð mismunandi er hvaða tegundir hafa komið á eftir þorskinum, sé litið á einstök ár, en í heildina hefur loðnan skilað næstmestum útflutningsverðmætum af öllum fisktegundum síðasta áratuginn. Loðnubrestur síðustu tvö árin hefur orðið til þess að sú röðun var ekki upp á teningnum undanfarin tvö ár. Nú er hins vegar svo komið að útflutningur á eldislaxi skilar næstmestum verðmætum af öllum þeim fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Það hljóta að teljast nokkur tíð...