Fara á efnissvæði

Gjaldeyrisöflun (5)

  • Hlutdeild sjávarútvegs í verðmæti vöruútflutnings

    <p style="margin: 0; text-align: justify; line-height: 17.25pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1); background: rgba(255, 255, 255, 1)">Sjávarútvegur hefur gegnt lykilhlutverki í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins og lengi vel var útflutningur á sjávarafurðum langstærsta uppspretta gjaldeyris. Hæst fór hlutdeild sjávarútvegs í vöruútflutningi í rúm 97%, um miðja síðustu öld, árið 1949. Töluverð umskipti hafa orðið í þessum efnum, sér í lagi á þessari öld, með miklum vexti annarra útflutningsgreina, einkum stóriðju og ferðaþjónustu. Árið 2007 fór hlutur sjávarútvegs í vöruútflutningi undir 50% í fyrsta sinn frá árinu 1877. Þrátt fyrir samdrátt hefur útflutningur á sjávarafurðum áfram vegið þyngst í vöruútflutningi af einstaka útflutningsgreinum.</span></p>

    Sjávarútvegur hefur gegnt lykilhlutverki í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins og lengi vel var útflutningur á sjávarafurðum langstærsta uppspretta gjaldeyris. Hæst fór hlutdeild sjávarútvegs í vöruútflutningi í rúm 97%, um miðja síðustu öld, árið 1949. Töluverð umskipti hafa orðið í þessum efnum, sér í lagi á þessari öld, með miklum vexti annarra útflutningsgreina, einkum stóriðju og ferðaþjónustu. Árið 2007 fór hlutur sjávarútvegs í vöruútflutningi undir 50% í fyrsta sinn frá árinu 1877. Þrátt fyrir samdrátt hefur útflutningur á sjávarafurðum áfram vegið þyngst í vöruútflutningi af einstaka útflutningsgreinum.

    Sjá nánar
  • Hlutdeild sjávarafurða í verðmæti vöru- og þjónustuútflutnings

    <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">Miklar breytingar hafa orðið á hlutdeild sjávarútvegs í útflutningi á vöru og þjónustu á þessari öld. Undir lok 20. aldar var hlutur sjávarútvegs að jafnaði rúm 70% ef einungis er tekið mið af verðmæti vöruútflutnings, en rúm 50% séu þjónustuviðskipti einnig lögð til grundvallar. Kemur það einkum til af miklum vexti annarra útflutningsgreina. Sú þróun er afar jákvæð enda skýtur aukinn fjölbreytileiki útflutningsgreina sterkari stoðum undir gjaldeyrisöflun og verðmætasköpun þjóðarbúsins. </span></p> <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">Á undanförnum árum hefur hlutur sjávarútvegs í vöruútflutningi verið tæp 40% en um ríflega fimmtungur í vöru- og þjónustuútflutningi samanlagt. Halda ber til haga að hér er einungis átt við hlut sjávarútvegs í hefðbundnum skilningi, það er veiðum og vinnslu. Áhrifa sjávarútvegs í útflutningi gætir þó mun víðar, eins og lesa má nánar um í umfjöllun undir næstu mynd.</span></p>

    Miklar breytingar hafa orðið á hlutdeild sjávarútvegs í útflutningi á vöru og þjónustu á þessari öld. Undir lok 20. aldar var hlutur sjávarútvegs að jafnaði rúm 70% ef einungis er tekið mið af verðmæti vöruútflutnings, en rúm 50% séu þjónustuviðskipti einnig lögð til grundvallar. Kemur það einkum til af miklum vexti annarra útflutningsgreina. Sú þróun er afar jákvæð enda skýtur aukinn fjölbreytileiki útflutningsgreina sterkari stoðum undir gjaldeyrisöflun og verðmætasköpun þjóðarbúsins.

    Á undanförnum árum hefur hlutur sjávarútvegs í vöruútflutningi verið tæp 40% en um ríflega fimmtungur í vöru- og þjónustuútflutningi samanlagt. Halda ber til haga að hér er einungis átt við hlut sjávarútvegs í hefðbundnum skilningi, það er veiðum og vinnslu. Áhrifa sjávarútvegs í útflutningi gætir þó mun víðar, eins og lesa má nánar um í umfjöllun undir næstu mynd.

    Sjá nánar
  • Helstu liðir útflutnings vöru og þjónustu

    Í milljörðum króna á verðlagi og gengi hvers árs

    <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1); background: rgba(255, 255, 255, 1)">Lengi vel var sjávarútvegur stærsti einstaki tekjuliðurinn í útflutningi vöru og þjónustu, en sú staða hefur tekið miklum&nbsp;breytingum á þessari öld vegna aukinna umsvifa annarra útflutningsgreina. Ber hér fyrst að nefna stóriðju, en umsvif hennar jukust mikið á seinni hluta fyrsta áratugarins. Ferðaþjónusta tók svo verulegan kipp upp úr árinu 2010 og með tímanum varð hún stærsti einstaki tekjuliðurinn í útflutningi. </span></p> <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1); background: rgba(255, 255, 255, 1)">Hér ber þó að halda því til haga að tölurnar sýna heildartekjur, en ekki hreint framlag þessara atvinnugreina til útflutningstekna eða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þar getur verið mikill munur á, sem meðal annars má rekja til þess að þær eru misháðar innfluttum aðföngum í sínum rekstri, en nánari umfjöllun um það má sjá á næstu mynd. </span></p> <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1); background: rgba(255, 255, 255, 1)">Það sem setur sjávarútvegi skorður til vaxtar, umfram aðrar útflutningsgreinar, er magn, enda takmarkað hversu mikill vöxtur getur orðið á grundvelli sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum. Nánari umfjöllun um það má sjá á síðustu myndinni í þessum hluta. &nbsp;Að lokum má nefna að hér er einungis átt við tekjur af sjávarútvegi í hefðbundnum skilningi, það er veiðum og vinnslu. Áhrifa sjávarútvegs gætir þó mun víðar í útflutningstekjum. Nefna má útflutning á framleiðslu tæknifyrirtækja sem þróast hafa í samstarfi og þjónustu við íslenskan sjávarútveg, auk annarra nýsköpunarfyrirtækja sem nýta sjávarfang í sinni framleiðslu. Mikill vöxtur hefur orðið í þessum greinum sem byggjast á hugviti en ekki staðbundnum náttúruauðlindum og hafa þær mikla möguleika til þess að vaxa enn frekar.</span></p>

    Lengi vel var sjávarútvegur stærsti einstaki tekjuliðurinn í útflutningi vöru og þjónustu, en sú staða hefur tekið miklum breytingum á þessari öld vegna aukinna umsvifa annarra útflutningsgreina. Ber hér fyrst að nefna stóriðju, en umsvif hennar jukust mikið á seinni hluta fyrsta áratugarins. Ferðaþjónusta tók svo verulegan kipp upp úr árinu 2010 og með tímanum varð hún stærsti einstaki tekjuliðurinn í útflutningi.

    Hér ber þó að halda því til haga að tölurnar sýna heildartekjur, en ekki hreint framlag þessara atvinnugreina til útflutningstekna eða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þar getur verið mikill munur á, sem meðal annars má rekja til þess að þær eru misháðar innfluttum aðföngum í sínum rekstri, en nánari umfjöllun um það má sjá á næstu mynd.

    Það sem setur sjávarútvegi skorður til vaxtar, umfram aðrar útflutningsgreinar, er magn, enda takmarkað hversu mikill vöxtur getur orðið á grundvelli sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum. Nánari umfjöllun um það má sjá á síðustu myndinni í þessum hluta.  Að lokum má nefna að hér er einungis átt við tekjur af sjávarútvegi í hefðbundnum skilningi, það er veiðum og vinnslu. Áhrifa sjávarútvegs gætir þó mun víðar í útflutningstekjum. Nefna má útflutning á framleiðslu tæknifyrirtækja sem þróast hafa í samstarfi og þjónustu við íslenskan sjávarútveg, auk annarra nýsköpunarfyrirtækja sem nýta sjávarfang í sinni framleiðslu. Mikill vöxtur hefur orðið í þessum greinum sem byggjast á hugviti en ekki staðbundnum náttúruauðlindum og hafa þær mikla möguleika til þess að vaxa enn frekar.

    Sjá nánar
  • Hlutdeild helstu útflutningsatvinnugreina í vinnsluvirði atvinnugreina

    <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1); background: rgba(255, 255, 255, 1)">Nokkuð önnur mynd blasir við þegar litið er á hreint framlag atvinnugreina til verðmætasköpunar í hagkerfinu í stað útflutningstekna, líkt og gert er á myndinni hér á undan. Hreint framlag, eða vinnsluvirði atvinnugreina, er sá virðisauki sem eftir stendur þegar tekið hefur verið tillit til aðfanganotkunar. Á þennan mælikvarða hefur vægi sjávarútvegs að jafnaði verið rúmlega þrefalt meira en vægi áliðnaðar á árunum 2009 til 2024. Vægi ferðaþjónustu á þennan mælikvarða hefur aukist mjög á þessu tímabili. Á myndinni er stuðst við tölur úr ferðaþjónustureikningum Hagstofunnar, sem ná til útgjalda innlendra og erlendra ferðamanna á Íslandi.</span></p> <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1); background: rgba(255, 255, 255, 1)">Þrátt fyrir að tölurnar sýni ekki klippt og skorið hvaða áhrif þessar atvinnugreinar hafa á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, þá draga þær ágætlega fram að það er ekki nóg að horfa bara á heildarútflutningstekjur atvinnugreina ef meta á framlag þeirra til gjaldeyrisöflunar eða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þær eru misháðar innfluttum aðföngum í rekstri sínum, sem hefur áhrif á hversu miklar hreinar útflutningstekjur þær skapa í raun. Aftur á móti eru allar atvinnugreinarnar afar mikilvægar fyrir þjóðarbúið, enda eru þær grunnatvinnuvegir sem hafa margfalt meiri þýðingu fyrir hagkerfið, en beinn virðisauki þeirra gefur til kynna, bæði með beinum og óbeinum áhrifum. </span></p>

    Nokkuð önnur mynd blasir við þegar litið er á hreint framlag atvinnugreina til verðmætasköpunar í hagkerfinu í stað útflutningstekna, líkt og gert er á myndinni hér á undan. Hreint framlag, eða vinnsluvirði atvinnugreina, er sá virðisauki sem eftir stendur þegar tekið hefur verið tillit til aðfanganotkunar. Á þennan mælikvarða hefur vægi sjávarútvegs að jafnaði verið rúmlega þrefalt meira en vægi áliðnaðar á árunum 2009 til 2024. Vægi ferðaþjónustu á þennan mælikvarða hefur aukist mjög á þessu tímabili. Á myndinni er stuðst við tölur úr ferðaþjónustureikningum Hagstofunnar, sem ná til útgjalda innlendra og erlendra ferðamanna á Íslandi.

    Þrátt fyrir að tölurnar sýni ekki klippt og skorið hvaða áhrif þessar atvinnugreinar hafa á gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins, þá draga þær ágætlega fram að það er ekki nóg að horfa bara á heildarútflutningstekjur atvinnugreina ef meta á framlag þeirra til gjaldeyrisöflunar eða verðmætasköpunar í hagkerfinu. Þær eru misháðar innfluttum aðföngum í rekstri sínum, sem hefur áhrif á hversu miklar hreinar útflutningstekjur þær skapa í raun. Aftur á móti eru allar atvinnugreinarnar afar mikilvægar fyrir þjóðarbúið, enda eru þær grunnatvinnuvegir sem hafa margfalt meiri þýðingu fyrir hagkerfið, en beinn virðisauki þeirra gefur til kynna, bæði með beinum og óbeinum áhrifum.

    Sjá nánar
  • Helstu liðir útflutnings vöru og þjónustu, auk fiskeldis

    Magnvísitala

    <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">Miklar breytingar hafa orðið á samsetningu atvinnugreina í útflutningstekjum þjóðarbúsins á þessari öld og hefur hlutdeild sjávarútvegs dregist verulega saman frá því sem áður var. Það kemur til af stórauknum umsvifum annarra útflutningsgreina. Til að mynda jukust umsvif stóriðju verulega á seinni hluta fyrsta áratugarins og umsvif ferðaþjónustu á öðrum áratug. Á undanförnum árum hefur svo mikill vöxtur orðið í fiskeldi. </span></p> <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">Sami vöxtur er ekki mögulegur að magni til fyrir sjávarafurðir, að minnsta kosti ekki á svo skömmum tíma þar sem takmarkað er hversu mikill vöxtur getur orðið á grundvelli sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum. Það jafngildir þó ekki að stöðnun sé í greininni eða að ekki sé hægt að ná fram auknum útflutningstekjum með aukinni verðmætasköpun. Þvert á móti. Fiskur úr sjó er ekki stöðluð vara enda felur hann ekki í sér verðmæti í sjálfu sér. Það þarf að veiða hann og gera úr honum verðmæti sem selja má á mörkuðum erlendis. Í þessum efnum hefur mikið vatn runnið til sjávar enda eru sjávarútvegsfyrirtæki vakin og sofin við að leita nýrra leiða til að hámarka verðmæti afurða. Nánar um það er hægt að sjá í hlutanum þar sem fjallað er um </span><a href="https://radarinn.is/Utflutningur/Botnfiskur">útflutning</a><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">, en þar má sjá að verulegar breytingar hafa orðið til að mynda í samsetningu afurðaflokka, til dæmis með aukinni áherslu á ferskar afurðir. </span></p>

    Miklar breytingar hafa orðið á samsetningu atvinnugreina í útflutningstekjum þjóðarbúsins á þessari öld og hefur hlutdeild sjávarútvegs dregist verulega saman frá því sem áður var. Það kemur til af stórauknum umsvifum annarra útflutningsgreina. Til að mynda jukust umsvif stóriðju verulega á seinni hluta fyrsta áratugarins og umsvif ferðaþjónustu á öðrum áratug. Á undanförnum árum hefur svo mikill vöxtur orðið í fiskeldi.

    Sami vöxtur er ekki mögulegur að magni til fyrir sjávarafurðir, að minnsta kosti ekki á svo skömmum tíma þar sem takmarkað er hversu mikill vöxtur getur orðið á grundvelli sjálfbærrar nýtingar á fiskistofnum. Það jafngildir þó ekki að stöðnun sé í greininni eða að ekki sé hægt að ná fram auknum útflutningstekjum með aukinni verðmætasköpun. Þvert á móti. Fiskur úr sjó er ekki stöðluð vara enda felur hann ekki í sér verðmæti í sjálfu sér. Það þarf að veiða hann og gera úr honum verðmæti sem selja má á mörkuðum erlendis. Í þessum efnum hefur mikið vatn runnið til sjávar enda eru sjávarútvegsfyrirtæki vakin og sofin við að leita nýrra leiða til að hámarka verðmæti afurða. Nánar um það er hægt að sjá í hlutanum þar sem fjallað er um útflutning, en þar má sjá að verulegar breytingar hafa orðið til að mynda í samsetningu afurðaflokka, til dæmis með aukinni áherslu á ferskar afurðir.

    Sjá nánar

Landsframleiðsla (1)

  • Hlutur fiskveiða og -vinnslu í landsframleiðslu (%)

    <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">Hlutur sjávarútvegs af vergri landsframleiðslu hefur sveiflast verulega á undanförnum áratugum. Árið 1995 var hann tæp 14%, árið 2007 fór hann niður í rúm 5%, árið 2011 fór hann upp í tæp 10% og á síðustu árum hefur hann að jafnaði verið 5,5-7%. Vexti í sjávarútvegi eru settar náttúrulegar skorður vegna sjálfbærrar nýtingar, því það er ekki hægt að veiða meira en stofnarnir ná að afkasta. Því er eðlilegt að hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu dragist saman þegar umsvif í öðrum atvinnugreinum aukast, líkt og stóriðju, ferðaþjónustu eða fiskeldi. </span></p> <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">Því ber að halda til haga að í tölunum er einungis sjávarútvegur í hefðbundnum skilningi, það er veiðar og vinnsla. Því eru ekki taldar með atvinnugreinar sem styðjast við, eða byggjast á, beint eða óbeint á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Þannig er ekki meðtalinn sá virðisauki sem verður til í öðrum fyrirtækjum innanlands sem til dæmis þjónusta sjávarútveginn beint eða nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum sem nýta hliðarafurðir úr afla eða þróa hátæknibúnað sem snýr að meðferð á afla eða afurðavinnslu. Mikilvægi sjávarútvegs fyrir þjóðarbúið er því umtalsvert meira en beint umfang hans gefur til kynna og er hann einn af mikilvægustu grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. </span></p>

    Hlutur sjávarútvegs af vergri landsframleiðslu hefur sveiflast verulega á undanförnum áratugum. Árið 1995 var hann tæp 14%, árið 2007 fór hann niður í rúm 5%, árið 2011 fór hann upp í tæp 10% og á síðustu árum hefur hann að jafnaði verið 5,5-7%. Vexti í sjávarútvegi eru settar náttúrulegar skorður vegna sjálfbærrar nýtingar, því það er ekki hægt að veiða meira en stofnarnir ná að afkasta. Því er eðlilegt að hlutdeild sjávarútvegs í landsframleiðslu dragist saman þegar umsvif í öðrum atvinnugreinum aukast, líkt og stóriðju, ferðaþjónustu eða fiskeldi.

    Því ber að halda til haga að í tölunum er einungis sjávarútvegur í hefðbundnum skilningi, það er veiðar og vinnsla. Því eru ekki taldar með atvinnugreinar sem styðjast við, eða byggjast á, beint eða óbeint á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja. Þannig er ekki meðtalinn sá virðisauki sem verður til í öðrum fyrirtækjum innanlands sem til dæmis þjónusta sjávarútveginn beint eða nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum sem nýta hliðarafurðir úr afla eða þróa hátæknibúnað sem snýr að meðferð á afla eða afurðavinnslu. Mikilvægi sjávarútvegs fyrir þjóðarbúið er því umtalsvert meira en beint umfang hans gefur til kynna og er hann einn af mikilvægustu grunnatvinnuvegum þjóðarinnar.

    Sjá nánar

Fjárfesting (1)

  • Fjármunamyndun í sjávarútvegi

    <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Í raun hefur fjárfesting í sjávarútvegi ekki verið meiri en á undanförnum árum frá því að upphafleg lög um stjórn fiskveiða frá árinu 1990 tóku gildi. Fyrirtækin hafa fjárfest í nýjum sparneytnari skipum og vinnslum sem eru útbúnar með hátæknivélum, sem oftar en ekki eru íslenskt hugvit og smíð. Fjárfestingarnar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar í alþjóðlegri samkeppni, stuðlað að aukinni verðmætasköpun og treyst áframhaldandi atvinnu hér á landi. Árangur fyrirtækjanna við að minnka kolefnissporið er jafnframt ábati sem fengist hefur með aukinni fjárfestingu, sem án efa er afar mikilvægur.</span></p> <p style="text-align: justify; margin: 0 0 6pt"><span style="font-family: &quot;guardianregular&quot;, serif; color: rgba(51, 51, 51, 1)">Á myndinni má sjá fjármunamyndun í sjávarútvegi, bæði í veiðum og vinnslu, frá árinu 1990. Fjármunamyndun er nettó-fjárfesting, það er fjárfesting að frádregnum seldum eignum. Fjármunamyndun fylgir að jafnaði sjóðstreymi, en í tilfelli skipa og tækja sem eru smíðuð erlendis miðast hún við dagsetningu innflutnings á þeim. </span></p>

    Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Í raun hefur fjárfesting í sjávarútvegi ekki verið meiri en á undanförnum árum frá því að upphafleg lög um stjórn fiskveiða frá árinu 1990 tóku gildi. Fyrirtækin hafa fjárfest í nýjum sparneytnari skipum og vinnslum sem eru útbúnar með hátæknivélum, sem oftar en ekki eru íslenskt hugvit og smíð. Fjárfestingarnar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar í alþjóðlegri samkeppni, stuðlað að aukinni verðmætasköpun og treyst áframhaldandi atvinnu hér á landi. Árangur fyrirtækjanna við að minnka kolefnissporið er jafnframt ábati sem fengist hefur með aukinni fjárfestingu, sem án efa er afar mikilvægur.

    Á myndinni má sjá fjármunamyndun í sjávarútvegi, bæði í veiðum og vinnslu, frá árinu 1990. Fjármunamyndun er nettó-fjárfesting, það er fjárfesting að frádregnum seldum eignum. Fjármunamyndun fylgir að jafnaði sjóðstreymi, en í tilfelli skipa og tækja sem eru smíðuð erlendis miðast hún við dagsetningu innflutnings á þeim.

    Sjá nánar