Loftlagsmál
Sía
Olíunotkun (4)
- 
											
Olíunotkun í sjávarútvegi
Í þúsundum tonna
<p>Olíunotkun í sjávarútvegi hefur dregist verulega saman á undanförnum áratugum. Síðasta áratug var hún til dæmis um helmingi minni en að jafnaði á tíunda áratug 20. aldar. Þróunin má skýra með nýrri og sparneytnari skipum, bættri tækni, betra skipulagi veiða og fækkun skipa eftir sameiningu fyrirtækja. Einnig hefur dregið úr olíunotkun í fiskimjölsverksmiðjum þar sem raforka hefur komið í stað olíu.</p> <p>Síðustu ár hefur þó orðið aukning í olíunotkun, sérstaklega í fiskimjölsframleiðslu. Helsta skýringin er skortur á aðgengi að rafmagni, sem hefur leitt til þess að hluti verksmiðja hefur þurft að treysta meira á olíu sem orkugjafa. Þróunin til lengri tíma litið er engu að síður jákvæð. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og ný tækni, betri orkunýting og aukið framboð raforku munu á ný styðja við áframhaldandi samdrátt í olíunotkun næstu ár.</p>Olíunotkun í sjávarútvegi hefur dregist verulega saman á undanförnum áratugum. Síðasta áratug var hún til dæmis um helmingi minni en að jafnaði á tíunda áratug 20. aldar. Þróunin má skýra með nýrri og sparneytnari skipum, bættri tækni, betra skipulagi veiða og fækkun skipa eftir sameiningu fyrirtækja. Einnig hefur dregið úr olíunotkun í fiskimjölsverksmiðjum þar sem raforka hefur komið í stað olíu.
Síðustu ár hefur þó orðið aukning í olíunotkun, sérstaklega í fiskimjölsframleiðslu. Helsta skýringin er skortur á aðgengi að rafmagni, sem hefur leitt til þess að hluti verksmiðja hefur þurft að treysta meira á olíu sem orkugjafa. Þróunin til lengri tíma litið er engu að síður jákvæð. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mikla aðlögunarhæfni og ný tækni, betri orkunýting og aukið framboð raforku munu á ný styðja við áframhaldandi samdrátt í olíunotkun næstu ár.
 - 
											
Olíunotkun eftir farartækjum
Í þúsundum tonna
<p>Fram til ársins 2003 notuðu innlend fiskiskip mest af olíu af öllum farartækjum hér á landi. Nú er öldin önnur og fyrir því liggja tvær ástæður. Fyrri ástæðan er sú að verulega hefur dregið úr olíunotkun fiskiskipa. Það má rekja til fjárfestingu útgerða í nýjum skipum sem búa yfir nýrri tækni og eru sparneytnari en þau sem eldri eru, framfara í veiðum, betra skipulag veiða, fækkun skipa og almennt meiri og betri vitund um loftlagsmál. Á sama tímabili hefur olíunotkun annarra farartækja verið að aukast vegna fólksfjölgunar og aukinna umsvifa í ýmsum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu.</p> <hr> <p> </p> <p>Heimild: Orkustofnun</p>Fram til ársins 2003 notuðu innlend fiskiskip mest af olíu af öllum farartækjum hér á landi. Nú er öldin önnur og fyrir því liggja tvær ástæður. Fyrri ástæðan er sú að verulega hefur dregið úr olíunotkun fiskiskipa. Það má rekja til fjárfestingu útgerða í nýjum skipum sem búa yfir nýrri tækni og eru sparneytnari en þau sem eldri eru, framfara í veiðum, betra skipulag veiða, fækkun skipa og almennt meiri og betri vitund um loftlagsmál. Á sama tímabili hefur olíunotkun annarra farartækja verið að aukast vegna fólksfjölgunar og aukinna umsvifa í ýmsum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu.
Heimild: Orkustofnun
 - 
											
Olíunotkun eftir flokkum
Í þúsundum tonna
<p>Fyrir COVID-19 hafði olíunotkun á Íslandi aukist verulega og náði hún hæstu hæðum árið 2018 þegar hún fór í fyrsta sinn yfir milljón tonn. Margir þættir hafa áhrif á eldsneytisnotkun, svo sem mannfjöldi, umsvif í hagkerfinu á hverjum tíma og samsetning atvinnulífsins. Á öðrum áratug þessarar aldar áttu ferðaþjónusta og flugsamgöngur á milli landa stærstan þátt í þeim mikla uppgangi sem varð í hagkerfinu. Samhliða því jókst olíunotkun hér á landi. Samdráttur varð þó í olíunotkun hér á landi á milli áranna 2018 og 2019, í fyrsta sinn frá árinu 2012. Meginástæðan var samdráttur í sölu á eldsneyti til flugsamgangna sem rekja má að mestu til falls flugfélagsins WOW. Enn meiri samdráttur varð svo á milli áranna 2019 og 2020, sem má fyrst og fremst rekja til áhrifa COVID-19 á ferðalög á milli landa. </p>Fyrir COVID-19 hafði olíunotkun á Íslandi aukist verulega og náði hún hæstu hæðum árið 2018 þegar hún fór í fyrsta sinn yfir milljón tonn. Margir þættir hafa áhrif á eldsneytisnotkun, svo sem mannfjöldi, umsvif í hagkerfinu á hverjum tíma og samsetning atvinnulífsins. Á öðrum áratug þessarar aldar áttu ferðaþjónusta og flugsamgöngur á milli landa stærstan þátt í þeim mikla uppgangi sem varð í hagkerfinu. Samhliða því jókst olíunotkun hér á landi. Samdráttur varð þó í olíunotkun hér á landi á milli áranna 2018 og 2019, í fyrsta sinn frá árinu 2012. Meginástæðan var samdráttur í sölu á eldsneyti til flugsamgangna sem rekja má að mestu til falls flugfélagsins WOW. Enn meiri samdráttur varð svo á milli áranna 2019 og 2020, sem má fyrst og fremst rekja til áhrifa COVID-19 á ferðalög á milli landa.
 - 
											
Olíunotkun á Íslandi og hlutdeild sjávarútvegs
Í þúsundum tonna
<p>Hlutdeild sjávarútvegs í olíunotkun hér á landi hefur skroppið verulega saman á undanförnum áratugum, að árunum 2020 og 2021 undanskildu. Á tíunda áratug síðustu aldar var hlutdeild sjávarútvegs í olíunotkun hér á landi að jafnaði um 42% en á síðustu árum hefur hlutfallið verið að jafnaði 20%. Minnkandi hlutdeild sjávarútvegs kemur hvort tveggja til af minni olíunotkun í greininni sjálfri og aukinni olíunotkun annarra í hagkerfinu, eins og sjá má á myndinni hér á undan. Hlutdeild sjávarútvegs í olíunotkun jókst talsvert á árinu 2020 og hélst áfram nokkuð há á árinu 2021, sem kom einkum til vegna verulegs samdráttar annarra atvinnugreina í hagkerfinu vegna COVID-19.</p>Hlutdeild sjávarútvegs í olíunotkun hér á landi hefur skroppið verulega saman á undanförnum áratugum, að árunum 2020 og 2021 undanskildu. Á tíunda áratug síðustu aldar var hlutdeild sjávarútvegs í olíunotkun hér á landi að jafnaði um 42% en á síðustu árum hefur hlutfallið verið að jafnaði 20%. Minnkandi hlutdeild sjávarútvegs kemur hvort tveggja til af minni olíunotkun í greininni sjálfri og aukinni olíunotkun annarra í hagkerfinu, eins og sjá má á myndinni hér á undan. Hlutdeild sjávarútvegs í olíunotkun jókst talsvert á árinu 2020 og hélst áfram nokkuð há á árinu 2021, sem kom einkum til vegna verulegs samdráttar annarra atvinnugreina í hagkerfinu vegna COVID-19.