Fara á efnissvæði

Sjávarafurðir alls (2)

  • Útflutningsverðmæti sjávarafurða og gengisvísitala krónunnar

    Í milljörðum króna á gengi hvers árs

    <p>Á myndinni má sjá útflutningsverðmæti sjávarafurða frá árinu 2001 á verðlagi og gengi hvers árs, ásamt þróun gengisvísitölu krónunnar. Gengissveiflur hafa eðlilega mikil áhrif á verðmæti í krónum talið, en fjöldi annarra þátta spilar einnig inn í. Þar má nefna úthlutað aflamark í einstaka tegundum, sem getur verið mjög breytilegt milli ára, og að fisktegundir eru fjölmargar og misverðmætar. Þá hefur afurðaverð áhrif, sem ræðst af aðstæðum á erlendum mörkuðum og markaðssetningu fyrirtækja, auk þess sem vinnsla sjávarafurða er afar fjölbreytt og veitir greininni aukinn sveigjanleika. Um 600 tollskrárnúmer fyrir sjávarafurðir eru skráð hjá Hagstofunni og fáar þjóðir nýta afla sinn jafn vel og Íslendingar. Nýsköpun í vinnslu hliðarafurða hefur skilað verulegum verðmætum síðustu ár, en þau eru ekki meðtalin í þessum útflutningstölum. Sama gildir um fiskmetisvörur í loftþéttum umbúðum, sem hafa numið um 5–6 milljörðum króna á ári.</p>

    Á myndinni má sjá útflutningsverðmæti sjávarafurða frá árinu 2001 á verðlagi og gengi hvers árs, ásamt þróun gengisvísitölu krónunnar. Gengissveiflur hafa eðlilega mikil áhrif á verðmæti í krónum talið, en fjöldi annarra þátta spilar einnig inn í. Þar má nefna úthlutað aflamark í einstaka tegundum, sem getur verið mjög breytilegt milli ára, og að fisktegundir eru fjölmargar og misverðmætar. Þá hefur afurðaverð áhrif, sem ræðst af aðstæðum á erlendum mörkuðum og markaðssetningu fyrirtækja, auk þess sem vinnsla sjávarafurða er afar fjölbreytt og veitir greininni aukinn sveigjanleika. Um 600 tollskrárnúmer fyrir sjávarafurðir eru skráð hjá Hagstofunni og fáar þjóðir nýta afla sinn jafn vel og Íslendingar. Nýsköpun í vinnslu hliðarafurða hefur skilað verulegum verðmætum síðustu ár, en þau eru ekki meðtalin í þessum útflutningstölum. Sama gildir um fiskmetisvörur í loftþéttum umbúðum, sem hafa numið um 5–6 milljörðum króna á ári.

    Sjá nánar
  • Útflutningu sjávarafurða í tonnum og verðmætum

    Í þúsundum tonna og í milljörðum króna á föstu gengi ársins 2024

    <p>Á myndinni má sjá verðmæti og magn útfluttra sjávarafurða frá 2001, reiknað á föstu gengi með gengisvísitölu Seðlabankans. Sú vísitala vegur saman helstu viðskiptamyntir og gefur góða mynd af þróun verðmæta í erlendri mynt. Verðmæti og magn fara ekki alltaf saman – útflutningur í tonnum getur aukist þó verðmæti dragist saman. Það má rekja til sveiflna í afurðaverði á erlendum mörkuðum og breyttrar samsetningar útfluttra afurða, sem helst í hendur við úthlutað aflamark í einstaka tegundum. Afurðir íslensks sjávarútvegs eru fjölbreyttar og misverðmætar – allt frá dýrafóðri til sérhæfðrar matvöru í hæsta gæðaflokki.</p>

    Á myndinni má sjá verðmæti og magn útfluttra sjávarafurða frá 2001, reiknað á föstu gengi með gengisvísitölu Seðlabankans. Sú vísitala vegur saman helstu viðskiptamyntir og gefur góða mynd af þróun verðmæta í erlendri mynt. Verðmæti og magn fara ekki alltaf saman – útflutningur í tonnum getur aukist þó verðmæti dragist saman. Það má rekja til sveiflna í afurðaverði á erlendum mörkuðum og breyttrar samsetningar útfluttra afurða, sem helst í hendur við úthlutað aflamark í einstaka tegundum. Afurðir íslensks sjávarútvegs eru fjölbreyttar og misverðmætar – allt frá dýrafóðri til sérhæfðrar matvöru í hæsta gæðaflokki.

    Sjá nánar

Botnfiskur (0)

Þorskur (0)

Uppsjávarfiskur (0)

Loðna (0)

Viðskiptalönd (0)