Fara á efnissvæði

Brim (1)

  • Þorskur

    í þúsundum tonna

    <p>Engin fisktegund hefur skilað jafnmiklum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og þorskur. Hann hefur því löngum verið afar þýðingarmikill fyrir íslenskt efnahagslíf. Á myndinni má sjá útflutningsverðmæti þorskafurða á föstu gengi og vægi þeirra í útflutningsverðmæti sjávarafurða og af verðmæti alls vöruútflutnings. Útflutningsverðmæti þorskafurða ræðst af fjölmörgum þáttum. Ber hér fyrst að nefna úthlutað aflamark þorsks (kvóta) sem segir til um hversu mikið má veiða af þorski innan árs. Það er þó fleira sem hangir á spýtunni, enda er fiskur úr sjó ekki stöðluð vara þar sem verðmætin verða til við það eitt að veiða hann. Það þarf að gera úr honum verðmæti og selja á mörkuðum erlendis. Vinnsla hefur því jafnframt mikil áhrif, en þar hafa orðið miklar breytingar á þessari öld. Þannig hefur vinnsla á þorski þróast í að vera stöðugt flóknari og í átt að ferskum afurðum sem seldar eru á hærra verði. Það skapar aukin verðmæti án þess að veiða meira. Afurðaverð hefur jafnframt mikil áhrif, sem ræðst af ástandi á mörkuðum erlendis og sölu og markaðssetningu sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þorskafurða af útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur lægst farið í 31% og hæst í 48% á þessari öld, en það er vitaskuld einnig háð afla og þróun í öðrum tegundum. Sem hlutfall af verðmæti alls vöruútflutnings hefur vægi þeirra farið lægst í 12% en hæst í 26%.</p> <hr> <p>Skýring: Útflutningsverðmæti á föstu gengi er nálgað með gengisvísitölu Seðlabankans, viðskiptavog þröng. Tölurnar eru ekki á föstu verðlagi, einungis leiðréttar fyrir gengisbreytingum.</p> <p>Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands</p>

    Engin fisktegund hefur skilað jafnmiklum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og þorskur. Hann hefur því löngum verið afar þýðingarmikill fyrir íslenskt efnahagslíf. Á myndinni má sjá útflutningsverðmæti þorskafurða á föstu gengi og vægi þeirra í útflutningsverðmæti sjávarafurða og af verðmæti alls vöruútflutnings. Útflutningsverðmæti þorskafurða ræðst af fjölmörgum þáttum. Ber hér fyrst að nefna úthlutað aflamark þorsks (kvóta) sem segir til um hversu mikið má veiða af þorski innan árs. Það er þó fleira sem hangir á spýtunni, enda er fiskur úr sjó ekki stöðluð vara þar sem verðmætin verða til við það eitt að veiða hann. Það þarf að gera úr honum verðmæti og selja á mörkuðum erlendis. Vinnsla hefur því jafnframt mikil áhrif, en þar hafa orðið miklar breytingar á þessari öld. Þannig hefur vinnsla á þorski þróast í að vera stöðugt flóknari og í átt að ferskum afurðum sem seldar eru á hærra verði. Það skapar aukin verðmæti án þess að veiða meira. Afurðaverð hefur jafnframt mikil áhrif, sem ræðst af ástandi á mörkuðum erlendis og sölu og markaðssetningu sjávarútvegsfyrirtækja. Vægi þorskafurða af útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur lægst farið í 31% og hæst í 48% á þessari öld, en það er vitaskuld einnig háð afla og þróun í öðrum tegundum. Sem hlutfall af verðmæti alls vöruútflutnings hefur vægi þeirra farið lægst í 12% en hæst í 26%.


    Skýring: Útflutningsverðmæti á föstu gengi er nálgað með gengisvísitölu Seðlabankans, viðskiptavog þröng. Tölurnar eru ekki á föstu verðlagi, einungis leiðréttar fyrir gengisbreytingum.

    Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands

    Sjá nánar