Veiðigjald
Almennt (2)
-
Skattspor fyrirtækja í sjávarútvegi
Í milljörðum króna á verðlagi hvers árs
<p>Sjávarútvegur greiðir tugi milljarða króna í opinber gjöld á hverju ári. Umræðan hér á landi vill þó oft á tíðum einskorðast við upphæð veiðigjaldsins, líkt og það sé eina framlag sjávarútvegs í hina opinberu sjóði. Þar gleymist iðulega að sjávarútvegsfyrirtæki greiða skatta og opinber gjöld, eins og öll önnur fyrirtæki landsins. Þau greiða til dæmis nú 21% tekjuskatt af hagnaði og 6,35% tryggingagjald af launum starfsfólks. Við bætist síðan sérstök trygging vegna sjómanna þar sem 0,65% leggst ofan á almenna tryggingagjaldið hjá þeirri stétt einni. Einnig greiða þau afla- og hafnargjöld, kolefnisgjald, skatta af eignum, mótframlag í lífeyrissjóði og ýmis gjöld tengd stéttarfélögum. Veiðigjaldið er hins vegar skattur sem sjávarútvegsfyrirtæki greiða umfram öll önnur fyrirtæki hér á landi. Á myndinni hér að ofan má sjá stærstan hluta af greiðslum fyrirtækjanna í skatta og opinber gjöld frá árinu 2013 til ársins 2022. Ekki er um tæmandi lista að ræða þar sem ýmsar greiðslur vantar þar inn, svo sem vegna vörugjalda og skatta af eignum. Til viðbótar standa fyrirtækin skil á sköttum og gjöldum sem eru ekki gjöld þeirra sjálfra en tengjast rekstri og þeim verðmætum sem af starfsemi fyrirtækjanna hlýst með beinum hætti. Má hér nefna tekjuskatt og útsvar af launum starfsfólks, auk lífeyrisgreiðslna þeirra. Allt þetta er hið svokallaða skattspor sjávarútvegsins, en það inniheldur alla skatta og opinber gjöld sem myndast vegna verðmætasköpunar sjávarútvegsfyrirtækja. Af þessu má vera ljóst að veiðigjald er einungis hluti af þeirri stóru mynd.</p> <hr> <p> </p> <p>Heimild: Deloitte og Fiskistofa</p>Sjávarútvegur greiðir tugi milljarða króna í opinber gjöld á hverju ári. Umræðan hér á landi vill þó oft á tíðum einskorðast við upphæð veiðigjaldsins, líkt og það sé eina framlag sjávarútvegs í hina opinberu sjóði. Þar gleymist iðulega að sjávarútvegsfyrirtæki greiða skatta og opinber gjöld, eins og öll önnur fyrirtæki landsins. Þau greiða til dæmis nú 21% tekjuskatt af hagnaði og 6,35% tryggingagjald af launum starfsfólks. Við bætist síðan sérstök trygging vegna sjómanna þar sem 0,65% leggst ofan á almenna tryggingagjaldið hjá þeirri stétt einni. Einnig greiða þau afla- og hafnargjöld, kolefnisgjald, skatta af eignum, mótframlag í lífeyrissjóði og ýmis gjöld tengd stéttarfélögum. Veiðigjaldið er hins vegar skattur sem sjávarútvegsfyrirtæki greiða umfram öll önnur fyrirtæki hér á landi. Á myndinni hér að ofan má sjá stærstan hluta af greiðslum fyrirtækjanna í skatta og opinber gjöld frá árinu 2013 til ársins 2022. Ekki er um tæmandi lista að ræða þar sem ýmsar greiðslur vantar þar inn, svo sem vegna vörugjalda og skatta af eignum. Til viðbótar standa fyrirtækin skil á sköttum og gjöldum sem eru ekki gjöld þeirra sjálfra en tengjast rekstri og þeim verðmætum sem af starfsemi fyrirtækjanna hlýst með beinum hætti. Má hér nefna tekjuskatt og útsvar af launum starfsfólks, auk lífeyrisgreiðslna þeirra. Allt þetta er hið svokallaða skattspor sjávarútvegsins, en það inniheldur alla skatta og opinber gjöld sem myndast vegna verðmætasköpunar sjávarútvegsfyrirtækja. Af þessu má vera ljóst að veiðigjald er einungis hluti af þeirri stóru mynd.
Heimild: Deloitte og Fiskistofa
-
Heildarfjárhæð veiðigjalds
Í milljörðum króna á verðlagi hvers árs
<div> <div> <div> <p>Veiðigjald er auðlindaskattur sem lagður er á eigendur íslenskra fiskskipa sem stunda veiðar á nytjastofnum sjávar. Gjaldið er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu veiða á nytjastofnum sjávar. Veiðigjald var leitt í lög árið 2002 og var fyrst innheimt fiskveiðiárið 2004/05. Frá þeim tíma hefur fyrirkomulag þess tekið ýmsum breytingum. Þær breytingar verða ekki raktar hér heldur verður fremur lögð áhersla á hvað ákvarðar heildarupphæð veiðigjaldsins frá einu ári til annars miðað við gildandi lög. Eins og sjá má á myndinni þá er sú upphæð sem fæst með álagningu veiðigjalds mishá milli ára. Það er eðlilegt, enda er veiðigjald ekki föst upphæð heldur föst prósenta, 33%, sem reiknast af afkomu fiskveiða. Hversu miklar tekjur ríkissjóður fær svo á endanum af veiðigjaldi, ræðst af afla einstaka fisktegunda. Miklar sveiflur eru bæði í afkomu fiskveiða og afla einstaka fisktegunda á milli ára. Því er fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðigjaldsins sveiflist frá einu ári til annars, rétt eins og upphæð annarra skatta. Nánari umfjöllun um veiðigjald og ástæðu þess að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi eru mismiklar frá einu ári til annars má sjá á næstu myndum.</p> <hr> <p> </p> <p>Heimild: Deloitte og Fiskistofa</p> </div> </div> </div> <div> <div> <div> <h3>Afkoma af þorsk- og ufsaveiðum og veiðigjald</h3> </div> </div> </div>Veiðigjald er auðlindaskattur sem lagður er á eigendur íslenskra fiskskipa sem stunda veiðar á nytjastofnum sjávar. Gjaldið er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu veiða á nytjastofnum sjávar. Veiðigjald var leitt í lög árið 2002 og var fyrst innheimt fiskveiðiárið 2004/05. Frá þeim tíma hefur fyrirkomulag þess tekið ýmsum breytingum. Þær breytingar verða ekki raktar hér heldur verður fremur lögð áhersla á hvað ákvarðar heildarupphæð veiðigjaldsins frá einu ári til annars miðað við gildandi lög. Eins og sjá má á myndinni þá er sú upphæð sem fæst með álagningu veiðigjalds mishá milli ára. Það er eðlilegt, enda er veiðigjald ekki föst upphæð heldur föst prósenta, 33%, sem reiknast af afkomu fiskveiða. Hversu miklar tekjur ríkissjóður fær svo á endanum af veiðigjaldi, ræðst af afla einstaka fisktegunda. Miklar sveiflur eru bæði í afkomu fiskveiða og afla einstaka fisktegunda á milli ára. Því er fullkomlega eðlilegt að upphæð veiðigjaldsins sveiflist frá einu ári til annars, rétt eins og upphæð annarra skatta. Nánari umfjöllun um veiðigjald og ástæðu þess að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi eru mismiklar frá einu ári til annars má sjá á næstu myndum.
Heimild: Deloitte og Fiskistofa
Afkoma af þorsk- og ufsaveiðum og veiðigjald
Landshlutar (1)
-
Afkoma af þorsk- og ufsaveiðum og veiðigjald
Miðað við krónur á hvert óslægt kíló
<p>Þótt veiðigjald sé kallað „gjald“ er það í raun skattur vegna nýtingar á auðlind og nemur 33% af afkomu fiskveiða. Gjaldið er lagt á þær tegundir sem stjórnað er með aflamarki (kvóta), en ekki er lagt gjald á þær tegundir sem veiðast í óverulegu magni. Því eru í kringum 20 fisktegundir sem bera veiðigjald ár hvert og er gjaldið reiknað sérstaklega fyrir hverja þeirra. Það er gert vegna þess að afkoma af veiðum er mjög mismunandi eftir því hvaða tegund á í hlut. Ef afkoma reynist neikvæð af tiltekinni tegund, ber hún ekkert veiðigjald á komandi ári enda er veiðigjald 33% af afkomu. Það er ríkisskattstjóri sem sér um útreikning á veiðigjaldinu, en sú framkvæmd á sér stað að hausti þar sem stuðst er við gögn frá árinu á undan. Niðurstaðan er borin undir ráðherra sjávarútvegsmála, sem í lok hvers árs auglýsir upphæðir veiðigjalds fyrir hverja fisktegund í Stjórnartíðindum fyrir komandi ár. Veiðigjald ársins 2024 var auglýst í árslok 2023, en það miðast við afkomu ársins 2022. Á myndinni má sjá að sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að greiða 26,66 krónur af hverju óslægðu kílói af þorski sem landað er á árinu 2024. Það er 33% af afkomu þorskveiða á árinu 2022, sem hljóðaði upp á 80,79 krónur á hvert óslægt kíló af þorski. Að sama skapi þurfa fyrirtækin að greiða 12,14 krónur af hverju óslægðu kílói af ufsa sem þau landa á árinu 2024, sem er 33% af afkomu ufsaveiða á árinu 2022 sem var 36,79 krónur á hvert óslægt kíló.</p> <hr> <p> </p> <p>Heimild: Fiskistofa</p>Þótt veiðigjald sé kallað „gjald“ er það í raun skattur vegna nýtingar á auðlind og nemur 33% af afkomu fiskveiða. Gjaldið er lagt á þær tegundir sem stjórnað er með aflamarki (kvóta), en ekki er lagt gjald á þær tegundir sem veiðast í óverulegu magni. Því eru í kringum 20 fisktegundir sem bera veiðigjald ár hvert og er gjaldið reiknað sérstaklega fyrir hverja þeirra. Það er gert vegna þess að afkoma af veiðum er mjög mismunandi eftir því hvaða tegund á í hlut. Ef afkoma reynist neikvæð af tiltekinni tegund, ber hún ekkert veiðigjald á komandi ári enda er veiðigjald 33% af afkomu. Það er ríkisskattstjóri sem sér um útreikning á veiðigjaldinu, en sú framkvæmd á sér stað að hausti þar sem stuðst er við gögn frá árinu á undan. Niðurstaðan er borin undir ráðherra sjávarútvegsmála, sem í lok hvers árs auglýsir upphæðir veiðigjalds fyrir hverja fisktegund í Stjórnartíðindum fyrir komandi ár. Veiðigjald ársins 2024 var auglýst í árslok 2023, en það miðast við afkomu ársins 2022. Á myndinni má sjá að sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að greiða 26,66 krónur af hverju óslægðu kílói af þorski sem landað er á árinu 2024. Það er 33% af afkomu þorskveiða á árinu 2022, sem hljóðaði upp á 80,79 krónur á hvert óslægt kíló af þorski. Að sama skapi þurfa fyrirtækin að greiða 12,14 krónur af hverju óslægðu kílói af ufsa sem þau landa á árinu 2024, sem er 33% af afkomu ufsaveiða á árinu 2022 sem var 36,79 krónur á hvert óslægt kíló.
Heimild: Fiskistofa