Fara á efnissvæði

Landið alls (1)

  • Fjöldi launafólks í fiskveiðum og -vinnslu

    Fjöldi samkvæmt staðgreiðsluskrá*

    <p>Á undanförnum árum hafa um 8 þúsund manns starfað í fiskveiðum og -vinnslu á Íslandi. Talsvert fleiri starfa við vinnsluna, en í báðum tilvikum hefur starfsmönnum fækkað nokkuð undanfarinn áratug. Ástæðurnar eru nokkrar. Nefna má samþjöppun, hagræðingu og stærri og öflugri skip. Langstærsta ástæðan er þó mikil tæknivæðing sem hefur aukið framleiðni og þar með dregið úr þörf á vinnuafli. Þessi þróun er óhjákvæmileg til að tryggja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum markaði, þar sem 98% af íslensku sjávarfangi eru seld. Tæknivæðing hefur jafnframt stuðlað að því að stærsti hluti framleiðslunnar og verðmætasköpun í sjávarútvegi helst hér á landi og þar með störf. Samhliða fækkun á störfum í sjávarútvegi, vegna tæknivæðingar, þá fjölgar störfum þar sem krafist er sérhæfingar. Samtímis hefur fjöldi af nýjum afleiddum störfum, sem tengjast sjávarútvegi, orðið til, einkum fyrir sérmenntað fólk í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum. Einn helsti vaxtarsproti í íslenskum sjávarútvegi er einmitt í þessum greinum. Því eru störf tengd sjávarútvegi mun fleiri en tölur á myndinni gefa til kynna.</p> <hr> <p>Skýring: *Miðað við fjölda einstaklinga sem fær greidd staðgreiðsluskyld laun. Einyrkjar með rekstur á eigin kennitölu eru ekki hluti af talnaefninu. Tölur taka mið af gögnum Hagstofunnar eins og þau lágu fyrir í apríl 2023.</p> <p>Heimild: Hagstofa Íslands</p>

    Á undanförnum árum hafa um 8 þúsund manns starfað í fiskveiðum og -vinnslu á Íslandi. Talsvert fleiri starfa við vinnsluna, en í báðum tilvikum hefur starfsmönnum fækkað nokkuð undanfarinn áratug. Ástæðurnar eru nokkrar. Nefna má samþjöppun, hagræðingu og stærri og öflugri skip. Langstærsta ástæðan er þó mikil tæknivæðing sem hefur aukið framleiðni og þar með dregið úr þörf á vinnuafli. Þessi þróun er óhjákvæmileg til að tryggja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs á alþjóðlegum markaði, þar sem 98% af íslensku sjávarfangi eru seld. Tæknivæðing hefur jafnframt stuðlað að því að stærsti hluti framleiðslunnar og verðmætasköpun í sjávarútvegi helst hér á landi og þar með störf. Samhliða fækkun á störfum í sjávarútvegi, vegna tæknivæðingar, þá fjölgar störfum þar sem krafist er sérhæfingar. Samtímis hefur fjöldi af nýjum afleiddum störfum, sem tengjast sjávarútvegi, orðið til, einkum fyrir sérmenntað fólk í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum. Einn helsti vaxtarsproti í íslenskum sjávarútvegi er einmitt í þessum greinum. Því eru störf tengd sjávarútvegi mun fleiri en tölur á myndinni gefa til kynna.


    Skýring: *Miðað við fjölda einstaklinga sem fær greidd staðgreiðsluskyld laun. Einyrkjar með rekstur á eigin kennitölu eru ekki hluti af talnaefninu. Tölur taka mið af gögnum Hagstofunnar eins og þau lágu fyrir í apríl 2023.

    Heimild: Hagstofa Íslands

    Sjá nánar

Landshlutar (1)

  • Landshlutar

    Hlutdeild atvinnutekna í sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum á landsbyggðinni

    <div> <div> <div> <p>Um 79% af heildaratvinnutekjum í sjávarútvegi, það er veiðum og vinnslu, koma í hlut einstaklinga á landsbyggðinni. Hlutfallið í öðrum atvinnugreinum er samanlagt um 31%. Í raun eru það einungis tvær atvinnugreinar sem standa framar sjávarútvegi í þessum efnum, landbúnaður og fiskeldi. Sjávarútvegur er því sannkölluð landsbyggðaratvinnugrein. Hér ber að halda til haga að um 64% af íbúum landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og 36% á landsbyggðinni. Það er því eðlilegt að meginþorra atvinnutekna einstaklinga megi rekja til höfuðborgarsvæðisins, enda fylgja þessar atvinnutekjur lögheimili einstaklinga. Þetta er þó mismunandi á milli atvinnugreina, eins og sjá má á næstu mynd.</p> <hr> <p>Skýring: *Gögnin innihalda tekjur einstaklinga, það er laun og reiknað endurgjald, sem nefndar eru atvinnutekjur. Tekjur einstaklinga fylgja lögheimili þeirra en ekki lögheimili eða staðsetningu launagreiðanda.</p> <p>Heimild: Byggðastofnun</p> </div> </div> </div>

    Um 79% af heildaratvinnutekjum í sjávarútvegi, það er veiðum og vinnslu, koma í hlut einstaklinga á landsbyggðinni. Hlutfallið í öðrum atvinnugreinum er samanlagt um 31%. Í raun eru það einungis tvær atvinnugreinar sem standa framar sjávarútvegi í þessum efnum, landbúnaður og fiskeldi. Sjávarútvegur er því sannkölluð landsbyggðaratvinnugrein. Hér ber að halda til haga að um 64% af íbúum landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og 36% á landsbyggðinni. Það er því eðlilegt að meginþorra atvinnutekna einstaklinga megi rekja til höfuðborgarsvæðisins, enda fylgja þessar atvinnutekjur lögheimili einstaklinga. Þetta er þó mismunandi á milli atvinnugreina, eins og sjá má á næstu mynd.


    Skýring: *Gögnin innihalda tekjur einstaklinga, það er laun og reiknað endurgjald, sem nefndar eru atvinnutekjur. Tekjur einstaklinga fylgja lögheimili þeirra en ekki lögheimili eða staðsetningu launagreiðanda.

    Heimild: Byggðastofnun

    Sjá nánar